Gildir frá: 2. janúar 2025

Velkomin á vefsíðu Bragðlauka (bragdlaukar.is). Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú eftirfarandi skilmála og notkunarskilyrði. Vinsamlegast lestu þá vandlega. Ef þú samþykkir ekki skilmálana ættir þú ekki að nota vefinn.

Um vefinn

Vefurinn bragdlaukar.is er rekinn af Bragðlaukum ehf. Markmið síðunnar er að deila uppskriftum, fróðleik um matargerð og tengdu efni.

Nafn: Bragðlaukar ehf.
kt: 600117-1730
Heimilisfang: Urðahvarf 4
Netfang: bragdlaukar@bragdlaukar.is

Höfundarréttur og eignarhald

Allt efni á þessari síðu, þar með talið texti, uppskriftir, ljósmyndir, grafík og vörumerki, er eign Bragðlauka ehf. eða samstarfsaðila, nema annað sé tekið fram. Efnið er varið af íslenskum höfundarréttarlögum.

Hvað mátt þú gera? Þér er velkomið að deila efni af síðunni á samfélagsmiðlum (t.d. Facebook, Instagram, Pinterest) svo lengi sem skýrt er getið til uppruna og vísað er á bragdlaukar.is með hlekk.

Hvað mátt þú ekki gera? Óheimilt er að afrita uppskriftir eða myndir í heild sinni og birta á öðrum vefsíðum eða í prentmiðlum án skriflegs leyfis frá Bragðlaukum ehf. Það er t.d. ekki leyfilegt að "copy/paste-a" uppskrift og setja á eigið blogg, en velkomið að birta mynd og segja "Sjá uppskrift hér" með hlekk yfir til okkar.

Ábyrgðartakmarkanir

Efnið á bragdlaukar.is er eingöngu til upplýsinga og skemmtunar.

Nákvæmni og útkoma: Við leggjum okkur fram við að uppskriftir séu réttar og vel prófaðar. Við getum þó ekki ábyrgst að útkoma matargerðarinnar verði nákvæmlega eins hjá notendum, þar sem tækjabúnaður, hráefni og aðferðir geta verið mismunandi.Ofnæmi og heilsa: Notendur bera sjálfir ábyrgð á því að kynna sér innihaldslýsingar hráefna með tilliti til ofnæmis eða óþols. Upplýsingar um næringargildi (ef til staðar) eru einungis til viðmiðunar.Tæknileg atriði: Bragðlaukar ehf. bera ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna tæknilegra örðugleika, vírusa eða annarra vef-tengdra vandamála við notkun síðunnar.

Hegðun notenda (Athugasemdir)

Við hvetjum til góðra samskipta í athugasemdakerfum okkar. Bragðlaukar ehf. áskilja sér rétt til að fjarlægja, án fyrirvara, athugasemdir sem eru móðgandi, innihalda hatursorðræðu, auglýsingar eða spam.

Hlekkir á aðra vefi

Á vefnum kunna að vera hlekkir á vefsíður þriðja aðila (t.d. samstarfsaðila eða vefverslanir). Bragðlaukar ehf. bera ekki ábyrgð á efni, persónuverndarstefnu eða þjónustu slíkra vefja.

Breytingar á skilmálum

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Breytingar taka gildi um leið og þær eru birtar á vefnum. Við hvetjum notendur til að kynna sér skilmálana reglulega.

Lögsaga og varnarþing

Um skilmála þessa gildir íslensk löggjöf. Rísi ágreiningur vegna notkunar vefsins eða skilmála þessara skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.