Góður hádegisverður gerir góðan dag.

Við elskum að gleðja með góðum mat – hvort sem það er hádegisverður á staðnum, veisla með vinum eða matur í vinnunni. Bragðlaukar bjóða upp á vandaða veitingaþjónustu sem hentar öllum tilefnum.

Veitingastaðir

Tveir veitingastaðir – sitthvor stemningin, en sami góði maturinn.

SKOÐA
MATSEÐIL
Fyrirtækjaþjónusta

Við sjáum um hádegismatinn – svo starfsfólkið geti einbeitt sér að því sem skiptir máli.

Allir eiga skilið ferskan og bragðgóðan hádegisverð, líka í annasömum vinnudegi. Bragðlaukar bjóða fyrirtækjum upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar lausnir – hvort sem um er að ræða áskrift eða pöntun með fyrirvara.

Við bjóðum upp á rétt dagsins, grænmetisrétti og salatskálar – og að sjálfsögðu lausnir fyrir fæðuóþol eða sérþarfir.

Pantanir þurfa að berast með að minnsta kosti 48 klst. fyrirvara, svo við getum tryggt gæði og þjónustu sem stenst væntingar.

Smáréttir í litlum skálum með stönglum – fullkomið fyrir veislur og viðburði.
Ríkulegt veisluborð með ostum, ávöxtum, salami og sósum – tilvalið í veislur og móttökur.
Kokkur að raða heitum réttum í veislubakka – tilbúið fyrir afhendingu eða veisluþjónustu.
Grillaður rækjuspaði með kryddjurtum – fallegur og ferskur smáréttur.
Grillaðir kjúklingaspaðar með kryddi og fersku rósmarín – hentugir fyrir veislur og viðburði.
veisluþjónusta

Ef góð veisla á að verða að veruleika – þá sjáum við um matinn.

Við bjóðum upp á veisluþjónustu fyrir öll tilefni – frá fermingum og giftingum til smáréttaveislna og viðburði fyrir vinnustaði. Þú getur valið úr þremur tilbúnum veislutillögum eða fengið allt sérsniðið að þínum þörfum.

Hvort sem þú vilt fá fágaða framreiðslu eða afslappaða stemningu, þá sjáum við til þess að maturinn gleðji – og þú getir slakað á.